Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Ég elska vatn, ég elska frið, ég elska lífið . . .

Hér í heimi er ýmislegt með öðrum hætti en ég kysi, mætti ég velja.

Búsett hér í DK til nokkuð margra ára hefur það ekki farið fram hjá mér að Danir móðguðu múslima með teiknimyndum af þeirra guði sem ekki má gera mynd af. Nú er það svo að teiknarinn er danskur og því  úr öðrum menningarheimi en ríkir í múslimalöndum. Í hans augum voru teikningarnar annað en það sem múslímar upplifa með þeim. Ólíkir menningarheimar. Þeir líta á þetta sem mikla óvirðingu við þeirra trú og eru heiftugir. Danir taka þessu sem einum lið í tjáningarfrelsi. Svona gróft greint.  Hvort það var rangt eða ekki að birta myndirnar legg ég ekki mat á, en er þó hlynnt tjáningarfrelsi. Heift sumra múslima vegna þessa máls á ég (sennilega vegna míns bakgrunns) afar erfitt með að skilja. Þeir meiga alveg verða sárir, reiðir, finnast þeim misboðið og kvarta opinberlega. Skil það vel. Ég skil aftur á móti ekki hvernig þeir geta verið svo heiftugir að þeir hyggi á hryðjuverk í DK. Það finnst mér langt, langt frá málinu. Það hefur heyrst að leyniþjónusta hafi komist á snoðir um fyrirhugaða hryðjuverkaárás á DK. Sú áætlun ku vera allsvakaleg. Hún mun hafa falið í sér að koma blásýru eða öðrum eiturefnum sem víðast í neysluvatn Dana. Nú veit ég að það er stór menningar munur á Dönum og heittrúuðum múslimum. Danir eru rólyndisþjóð, kannski ekkert rosalega trúuð, meira svona sósíallistar í sér, en það er ekki trú, meira svona fötlun mundi ég segja. Þess vegna skil ég ekki,hvers vegna heittrúaðir múslímar eru með þennan æsing við "ligeglade" þjóð Whistling

Ég vil fá að drekka mitt vatn í friði og ró Wink


 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband