Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Þegar ég hjóla


Þegar ég er úti að hjóla elska ég að hjóla í góðu veðri. Þannig er ég. Ég fer bara ekki af stað ef það er rigning og rok. Svo margt annað hægt að gera. Ef það aftur á móti fer að rigna á mig í miðjum hjólatúr þá tek ég því með ágætum. Ég set hér inn myndir sem teknar eru á leiðinni sem ég hjólaði á sunnudaginn. Varð að fara aftur í gær og þá á bílnum til að mynda fegurðina því litla vélin stríddi mér með því að vera batteríslaus á sunnudeginum ;)


Tjörnin ofan við Alsund hjá Sandberg Slot


Eitt af ráðstefnuhúsunum á Sandberg Slot



"Allir" vegir í DK eru brekkulausir.
Þess vegna hjóla ég
8)


Ég dái fegurðina í gulu Rappsökrunum á vorin.
Í fjarska sér í segl á skútu sem siglir fyrir seglum á Alsundinu mínu.

Bráðum verð ég þar að sigla 8)


Fegurð og friður.
Ég nýt þess að hjóla í danska vorinu og sjá og skynja lífið kvikna.
Vorið ryðja leiðina fyrir sumarið með fögrum blómum sem springa út á trjám og runnum.
Finna lyktina af gróðrinum,
halda niður i sér andanum þegar hjólað er fram hjá svínabúi.

Þjóta eftir mjóum sveitavegum í þeirri von
að ekki komi hraðskreiður bíll og þvingi þig út í kannt.

Það eru nefnilega líka ökufantar hér, mitt í allri hjólasælunni minni.
Sé að ég þarf að fara með stóru vélina og taka mynd af blómstrandi trjám og runnum.

Njótið dagsins og þess sem hann hefur upp á að bjóða.


Byrjuð aftur og ekki aftur snúið ;)


Loksins er maður orðin hjólafær. Var nú alveg kominn tími á það. Það er ótrúleg vellíðan sem fylgir því að vera aftur fær um að taka á og hreyfa sig af viti.
Love it!!!

Í dag tók ég í mig kjark og fór á hjólaæfingu hjá Geysi. Það var tekið vel á móti mér. Áður en haldið var af stað var einn eldri borgari fangaður og settur í að mynda hópinn. Það var nokkuð skondið en við BT erum með á síðustu myndinni 8)



Hjólahópurinn

Hverju á að trúa? Því sem "vísir" segja þér eða þér sjálfum ef þú efast um svörin?

Um daginn var ég að lesa blogg hjá einum bloggvini mínum. Viðkomandi skrifar um alvarleg mistök sem gerð voru í heilbrigðiskerfinu okkar. Hvert slíkt tilfelli er einu tilfelli of mikið. Þetta tilfelli snertir mig djúpt. Ég fylgdist með í gegnum bloggið þegar bloggarinn sagði frá því að hún hefði farið til Íslands og heimsótt þar Leitarstöð Krabbameinsfélagsins og Hjartavernd. Mér fannst þetta eitthvað svo öruggt. Ég var á þessum sama tíma í krabbameinsskoðun hjá heimilislækni. Einnig var í gangi hér í bæ eftirlit með öllum konum frá ákveðnum aldri og var hér staddur sérstakur tengivagn sem innréttaður hafði verið fyrir brjóstamyndatöku. Alger snilld og framtakið líka. Samt fannst mér eins og ég hefði verið öruggari á Íslandi. Nú efast ég stórlega. Í framhaldi af fyrri rannsókn var ákveðið að fjarlægja legið. Ekki var neinn grunur um meinsemd, önnur óþægindi í gangi. Ég fór næstum pollróleg í þessa aðgerð hér, sannfærð um ágæti spítalanns, eftir að hafa lesið fram og til baka upplýsingabækling frá þeim um allt ferlið. Þar stóð nákvæmlega hvað ég ætti að gera á degi 1 eftir aðgerð og 2 o.s.fr.Reyndin varð önnur, það stóð ekki steinn yfir steini af því sem lýst var í bæklingnum fína. Þarna ver engin setustofa til að borða matinn í, þarna var ekki boðið upp á próteindrykki, morgunnmatur, hádegismatur og kvöldverður var í ENGU samræmi við sjúkrahúsmatarstaðalinn sem hékk á fínu skilti upp á vegg. Fagleg umönnun var einnig í molum. Þessi deild sem ég lá á, var innst á gangi sem 2 aðrar deildir voru á. Fremst var fæðingadeild, svo var háls-, nef- og eyrnadeild og innst kvennsjúkdómadeildinn. Við erum að tala um spítala sem á að þjóna a.m.k. 100 þúsund manns! Að morgni annars dags var svo útskriftin mín. Hún fór þannig fram að ég rakst á hjúkrunarfræðing á göngu minni um ganginn og spurði hana hvort ég gæti ekki farið heim sem fyrst. Jú jú ,getur farið núna. Ok, sagði ég, þarf ég ekkert að hitta lækninn sem skar mig? Nei nei, sagði hún. Humm... en fæ ég ekki lyfseðil á verkjalyf. Nei, nei, sagði hún og var en brosandi. Þú tekur bara 2x500mg Panódíl. Ég ákvað að kyngja þessu, fæ nefnilega stundum smá skammir fyrir að kyngja ekki öllu sem læknalið segir við mig. Fannst samt smá munur á þessum lyfjaskammti og morfínblandinu sem ég var á hjá þeim. En hvað veit ég? Rúm 20 ár síðan ég var rist á kvið síðast og þá nær dauða en lífi og man lítið eftir verkjum. Skemmst er frá því að segja að heim komst ég og var alsæl með vistaskiptin, lyfjaskammturinn var bull og því datt verkjameðferðin niður með tilheyrandi sársauka og vanlíðan þangað til tókst að fá viðeigandi lyf. Engin eftirskoðun er eftir svona ingrip. Ég hef farið vel með mig. Hlustað á ráleggingar reynslubolta. Látið heimilstörf vera sem ekki henta fyrst eftir svona aðgerð. Verið dugleg að hvíla mig og dugleg að ganga. Samt er ég oft geggjað þreytt. Líklega vegna þess að fyrir aðgerðina var ég orðin of lág í blóði. Ekkert fylgst með því. En eins gott og það nú er, að fá tíma á heilsugæslunni þá á ég þann 15 n.k. tíma hjá hjúkku í blóðprufutöku.

Já, þessi heilbrigðiskerfi eru æði. Allavega er ég enn sannfærðari en áður um, að það er ég sem ber ábyrgð á minni heilsu númer 1, 2, og 3. Ég þarf ekki að kyngja því sem fólkið í þessu kerfi segir við mig ef ég efast. Ég hvet ykkur/þig sem þetta lesið/lest að hlusta á ykkar sannfæringu og láta ekki segja ykkur hvað sem er.


 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband