Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Auðvitað . . .

Auðvitað er það tær snilld að nýta sér tæknina. Nú náðum við loksins talsambandi í gærkvöldi, prinsessan í Ammríkuhreppi og ég.  Fyrir utan að bisa við 7 klukkustunda mun tóku tölvurnar okkar sig til og stríddu, svo það var fyrst í gær að við gátum báðar talað. Það var kominn tími á það og var ég frekar framlág í morgunn þegar ég skreiddist á lappir. Ætlaði eignlega ekki að trú því að klukkan væri orðin fótaferð því það var svo dimmt. Dem...  

Það er frábært að upplifa hvað prinsessan er ánægð. Hún hrósar því mikið hve fólkið sé gott við hana. Hún og dóttirin á heimilinu ná vel saman og allir eru ánægðir. Ótrúlega gott að þetta passar allt svona fínt. Prinsessan hefur mikið að gera og dagarnir þjóta hjá. Hún sagði að veðrið væri gott en hún nyti þess lítið því skólinn er til 15.00 og þá tekur við ferðin heim og svo námið fyrir næsta dag, því allir dagar eru eins á stundaskránni!

Frábært hvað tölvutæknin gerir fjarlægð afstæða Smile 


Home alone . . .

Já já, bara alein heima með hundinn. Fjölskyldan út um hvippinn og hvappinn í mislangan tíma. Smá skrítið að vera svona ein heima en samt allt í lagi því það er bara stutt Wink

Það er þó ýmislegt sem kemur á daginn í mínu eðli þegar ég er svona ein. Ó, já. 

 

Nú eru það leyndarmálin sem afhjúpast.

 

Humm... bull

 

Bara að skapa stemmingu LoL

 

Málið er að ég hef komist að því að það er þokkalega gott fyrir mig að ég bý ekki ein!

Ég kann ekki að borða ein! Þar með er eitt leyndarmál afhjúpað Blush
Byrja daginn fínt að vanda með sheik. Svo er vatnið en síðan er bara allt í bullandi tjóni! Í gær borði ég 5 kleinur og þar með var næringu þess dags lokið. Já, sheik og 5 kleinur. í dag sheikinn og vatnið (er vatnssjúk) og síðan. . . úff nú er illt í efni Pinch pulsa með öllu og franskar. Að sjálfsögðu vatn með. Enginn kvöldmatur, en nú var ég lögst fyrir framan imbann með popppoka að horfa á einhvern þátt. Man ekki á hvaða rás, því ég "sappaði væk" þegar komu auglýsingar og nú finn ég ekki rásina aftur og allstaðar eru auglýsingar eða vonlausir þættir. Shocking Man núna af hverju ég horfi svona lítið á sjónvarp, ég hef bara ekki þolinmæði í þetta auglýsingavesen. Kannski ég ætti að krefjast þess að vera bara með eina rás? 

Já, eins og ég  sagði hér í upphafi, ég er ein heima og til að vekja ekki athygli þjófa og ræningja á því er ég bara með kveikt á kertum. Það kemur líka í veg fyrir að einhver álpist hér í heimsókn á meðan ég er í þessu leikriti mínu Wink

Nú, ég er frekar tæknivædd/sjúk kona er mér ljóst og til að fá útrás fyrir það er ég bara með kveikt á tveimur tölvum, var að slökkva á þeirri þriðju og sú fjórða er vandlega pökkuð niður í Nike tölvutöskuna mína. 

Það er orðið of seint að halda áfram að leita að þessum vitlausa þætti sem ég tíndi, því ég veit að nú er að hefjast danskur þáttur um sjötta skilningarvitið og sorry þar finnst mér Danir frekar lost, svo ég horfi ekki á þessa þætti.

En já, ég er með kveikt á tveimur tölvum því ég ætla að vera viðbúin þegar prinsessan í Ammríkuhreppi kemur heim úr skólanum á eftir, nú á að tala við krakkann Wink

Over and out

 

Still home alone Wink

 


. . . að hafa samband í gegnum síma eða tölvu ?

Barnið mitt í Ammríkuhreppi hefur svo mikið að gera að hún hefur ekki getað hringt í okkur. Reyndar var hún búin að kaupa alþjóðlegt símakort þarna í sveitabúðinni en það kom í ljós í gær að það virkar ekki til DK. Skiljanlega, það er nú ekki eins og DK sé nafli alheimsins. W00t
Ég var búin að biðja hana að láta þessi kaup vera og nota bara msn og Skype. Hún hefur einhverra hluta vegna ekki verið fáanleg til að tala við okkur í gegnum tölvuna, finnst það asnalegt. Verð bara að segja að það er í raun líka asnalegt að tala í síma, sérstalega ef maður er með heyrnasett við símann. Man eftir því þegar ég tók eftir því í fyrsta sinn hver fáranlegt það er að ganga um með heyrnasett í eyranu og talandi út í loftið við "engann". Þessi náungi sem ég sá, var á Kastrup, klæddur í jakkaföt, skyrtu og bindi, með stressara í annari hendinni. Hann gekk þarna um flugstöðina, talandi út í eitt og sveiflandi lausu hendinni út í loftið. Ég man ég hugsaði: æ,æ, farinn yfir af stressi Wink
Vona að snúllan mín í Ammríkuhreppi sætti sig við að tala við mig í tölvunni, því það er eina vitið :d


Barnið mitt í stórborginni er með símaáskrift þannig að það er frítt að hringja í mig, svo það er ekki málið. Bara hringja meira til að græða meira LoL

Barnið mitt hér í Suðursólarborg er líka með svona fría áskrift en nú spörum við batteríin í símanum og tölum saman því við erum báðar heima núna, sjaldan þessu vant.

Over and out farin að tala Whistling
...og bíða ;)


. . .

Má bara ekki vera að því að blogga eða lesa blogg annara, né heldur kvitta því  því ég er á fullu að fara eftir sjtörnuspánni minni á mbl.is...

 

LjónLjón: Eyddu tíma í að líta geðveikt vel út. Útlitið skiptir miklu máli, ekki af því að öðrum er ekki sama, heldur líður þér best þegar þú ert ánægður með sjálfan þig.
 
Hummm. . .  voðaleg viska er þetta Pinch
 
Over and out . . . 

 


Upptekin

LjónLjón: Þú einbeitir þér að viðhalda góðri heilsu þinni. Álit þitt á sjálfum þér hefur mest að segja um hvernig þér líður, andlega og líkamlega. Horfðu mikið í spegil.

 

 Ætla að gera þetta eða fara út að hjóla á töfraprikinu  Whistling


Stríð

. . . við sjálfa mig og hekkið mitt. Mikið svakalega leiðist mér að klippa hekkið. Þarf að gera þetta tvisvar ári og þetta er verkefni sem ég eyði meiri tíma í að nenna ekki en að gera sjálft verkið Angry Getur maður verið smá ????

Ég elska vatn, ég elska frið, ég elska lífið . . .

Hér í heimi er ýmislegt með öðrum hætti en ég kysi, mætti ég velja.

Búsett hér í DK til nokkuð margra ára hefur það ekki farið fram hjá mér að Danir móðguðu múslima með teiknimyndum af þeirra guði sem ekki má gera mynd af. Nú er það svo að teiknarinn er danskur og því  úr öðrum menningarheimi en ríkir í múslimalöndum. Í hans augum voru teikningarnar annað en það sem múslímar upplifa með þeim. Ólíkir menningarheimar. Þeir líta á þetta sem mikla óvirðingu við þeirra trú og eru heiftugir. Danir taka þessu sem einum lið í tjáningarfrelsi. Svona gróft greint.  Hvort það var rangt eða ekki að birta myndirnar legg ég ekki mat á, en er þó hlynnt tjáningarfrelsi. Heift sumra múslima vegna þessa máls á ég (sennilega vegna míns bakgrunns) afar erfitt með að skilja. Þeir meiga alveg verða sárir, reiðir, finnast þeim misboðið og kvarta opinberlega. Skil það vel. Ég skil aftur á móti ekki hvernig þeir geta verið svo heiftugir að þeir hyggi á hryðjuverk í DK. Það finnst mér langt, langt frá málinu. Það hefur heyrst að leyniþjónusta hafi komist á snoðir um fyrirhugaða hryðjuverkaárás á DK. Sú áætlun ku vera allsvakaleg. Hún mun hafa falið í sér að koma blásýru eða öðrum eiturefnum sem víðast í neysluvatn Dana. Nú veit ég að það er stór menningar munur á Dönum og heittrúuðum múslimum. Danir eru rólyndisþjóð, kannski ekkert rosalega trúuð, meira svona sósíallistar í sér, en það er ekki trú, meira svona fötlun mundi ég segja. Þess vegna skil ég ekki,hvers vegna heittrúaðir múslímar eru með þennan æsing við "ligeglade" þjóð Whistling

Ég vil fá að drekka mitt vatn í friði og ró Wink


Í dag . . .


Í dag er ég heima og á að vera að læra. Ætla að gera það á eftir er bara að koma mér í gang. Trúið mér þegar maður vaknar klukkan 5.00 að morgni þá tekur tíma að koma sér í gang. Er að taka þetta upp sem "ósið", sem ég held að gangi ekki alveg upp nema ég fari fyrr að sofa Woundering Ástæðan fyrir þessum fótaferða tíma er að kíkja í tölvuna, aðeins á msn . .
Já, svo húkkt á msn að ég ríf mig upp fyrir allar aldir til að kíkja á msn. Kannski ferlega hallærislegt þegar litið er til þess, að það er "inn" að vera á Facebook
Shocking  Eitthvað er mér nú skitt sama um það, enda ástæða fyrir þessu msn næturbrölti mínu Tounge Jú, ég á von á að hitta á prinsessuna mína inni á þessum tíma. Þetta er rétt áður en hún fer að sofa, svo ég næ stundum smá "spjalli" við hana, ferlega gott. InLove
Merkisdagur í dag, 17. september 2008. Dagurinn sem ég fer til dansks bæklunarlæknis út af ökklanum sem ég snéri 21. október 2006. Þetta er nú bara mér að kenna. Ég hef aldrei meitt mig áður og hélt að það væri öðruvísi með mig en aðra, það þyrfti ekkert að taka tillit til þessara meiðsla, bara halda áfram án þess að gera nokkuð. Núna veit ég betur, held ég. . . Reyndar var ég svo kvalin í janúar 2007 þegar ég var stödd á Íslandi að ég fór til læknis þar sem tók röntgenmynd en sá ekkert að mér. Gaf út lyfseðil á verkjatöflur og bólgueyðandi og sagði að þetta lagaðist. Hvort ég er yfirmáta óþolinmóð læt ég ósagt en í vor sannfærði ég heimilislæknirinn hér um að ég væri nánast að tapa mér  yfir þessu svo hún sendi tilvísun á bæklunarlækni í Åbenrå. Sá tím er núna, þökk sé hjúkkuverkfallinnu
Wink Hún lofaði mér jafnframt að ef þessi rannsókn sýndi ekkert, þá mundi hún senda mig á einkasjúkrahús fyrir íþróttameiðsl. Jeee ræt . .  einmitt eitthvað fyrir mig, hlýt að eiga vera þar, alveg hætt að hreyfa mig út af þessu, svo vont þegar fóturinn bólgnar upp og maður kemst varla úr skónum Pinch Ég er kveif, veit það. Já og ástæðan fyrir því að ég get farið á msn brölt á næturnar get ég þakkað ökklanum. Já, ég vakna undir morgunn vegna verkja í honum svo fátt er svo með öllu illt að ei boði gott Wink
Þetta var "ég um mig" blogg dagsins í boði GÞ


Hvort er maður í . . .

Er bara að velta fyrir mér hvort ég "hangi " í lausu lofti eða hvort ég sé í "hlutlausum" gír. Er í svona "stuði" þar sem mér verður minna úr verki en hugsun Woundering Er til dæmis í huga mér búin að skipuleggja breytingar hér innan húss. Komin lítið lengra en að skila Stínu nabo rúminu sem fósturbarnið var með. Gerði það á mánudagskvöldið. Fattaði í gærkvöldi um níu leitið að ekkert meira hafði gerst í þessum breytingum Pinch svo ég tengdi ryksuguna og lét hana vinna sitt verk, flutti kommóðu frá einum vegg til annars. Skellti mér svo út á pall með mínum manni og horfði í lotningarkenndri hrifningu á ljósin sem hann er búin að setja í handriðið á pallinum okkar.
Já, ég hef nú ekki sagt neitt að ráði frá þessum palli og það er nú eiginlega bömmer. Þannig er að við erum að byggja "íslenskan" pall í kringum hálft húsið. Hann er með handriði og ljósum. Á pallinum eru útskot og eitt og annað sem gerir hann fínan. Um síðustu helgi vorum við í götugrilli og þá áttuðum við okkur á, að nágrannar okkar hér í götunni hafa fylgst vel með þessum framkvæmdum. Þykir pallurinn stór og flottur. Já, alveg ótrúlega stór Wink Við vorum ekkert að segja að hann á eftir að stækka, það mun líklega ekki fara fram hjá nokkrum manni þar sem stækkunin kemur í átt að innkeyrslunni. Blessað fólkið botnar hvort sem er ekkert í okkur Grin

En aftur að því að vera í lausu lofti eða í hlutlausum gír. Gerist ekkert hjá mér. Bara hugsa. úff...
Er að velta því fyrir mér hvort þetta lagist þegar ég er búin að fara til Tyrklands. Er kannski svona truflandi að vera alveg að fara þangað og svo ekki. Hélt að ég væri að fara þangað á mánudagskvöldið, vissi það um eitt þann dag að svo var ekki. Nú er ég sjálf búin að ákveða að ég fer í fyrsta lagi á laugardaginn sama hvað "Flösku Dísa" gerir.

Best að hætta þessari tímaeyðslu og fara að hengja út þvott eða var ég að hugsa um að tína tómata????

Sennilega tæmi ég bara uppþvottavélina Whistling


Köben, London, Cicago og Kansas

Þannig er borgarflakk prinsessunnar í dag. Allt gengið vel til þessa. Nú er bara bið í London eftir næsta fllugi sem tekur 8 tíma.

Smá skrítið og óraunverulegt allt saman Woundering

Sjálf ætla ég að láta mér Fields og Nyhavn duga í dag Whistling


Næsta síða »

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband