Við áramót, tímamót, mánaðarmót, ættarmót, hestamót, skátamót, kökumót eða Landvegamót?

Hef verið að velta því fyrir mér hvers vegna svo mikið er staldrað við og velt sér upp úr því við áramót, hvað hið nýja ár muni nú bera í skauti sér. Mér finnst það á skjön við það sem fleiri en ég erum að reyna, en það er að lifa í núinu og hafa ekki áhyggjur af því sem kannski verður ekki eða þannig0
Nú skal þetta ekki skilið þannig að ég lifi bara fyrir líðandi stund og láti allt verkast sem vill, alls ekki! Mér finnst gott að hafa stjórn á því sem gerist og að hafa plan. Afar mikilvægt að hafa plan, því ef ekki er hægt að fara eftir planinu þá er alltaf hægt að breyta því 0

Nú í byrjun þessa árs er fjölskyldan komin með nokkur plön og vinnur að plönum. Ég er að setja saman í huga mér hreyfiplan fyrir árið og veigra mér við að setja það á blað að svo stöddu því þá er það orðið "raunverulegt" plan og ég verð að fara að fylgja því. Nenni því bara ekki alveg og hef sem afsökun kvef sem ég hélt að ég væri að fá fyrir jól 0

Ef ég fer aðeins í gegnum plön fjölskyldunnar svona það sem komið er þá er lítur þetta svona út eftir aldursröð:

1. Billi búin að panta tíma í röntgen og viðtal hjá bæklunarlækni, finnst verkirnir orðið fj... sárir 0 að örðu leiti ætlar stráksi að standa sig.

2. Ég stefni á 1 spinningmaraþon í jan/ feb. 2 stórar hjólakeppnir í júní ( ætla að hafa Billa með í seinni keppninni) 1 afmæli í júlí ( slepp ekki við það ... dem... ) Svo ætla ég að klára námið um næstu jól og gera þúsund magaæfingar á viku 0

3. Baldvin Ósmann ætlar með Birnu sinni í þriggja mánaða ferð um Asíu í byrjun apríl, koma heim á klakann, pakka og flytja til Köben. ( hvað er að háskólanum hér? kommon 0 )

Hér er sonurinn frábæri!

 

4. Ingunn Fjóla ætlar að halda áfram að vinna á Ib Rene Cario fram eftir árinu en í lok apríl ætlar hún að taka sér frí og fara í 6 vikur til Suður Ammríku með henni Tinu sem hún fór með til Ameríku á sínum tíma. Flýgur til Argentínu og heim frá Brasilíu. Hvort hún fer í skóla í haust veltur á því hvort hún finnur eitthvað sem hana langar að læra... og á meðan getur hún bara verið heima hjá ma og pa, svo gaman þar 0

Hér er Ingunn Pinngunn að fara í áramótapartý í vinnunni sinni 0

 

5. Litla prinsessan og örverpið hún Bryndís Björk verður á sínum elskaða eftirskóla þar til honum líkur í lok júní. Þá kemur hún heim í hreiðrið og hvílir sig smá áður en hún breiðir út vængina og heldur til Ameríku á High school í eitt ár!!! Já, litla barnið bara tilbúið að fara svona lengi að heiman0 0

..og Bryndís Björk skellti sér líka á skauta í jólafríinu 0

 

 

Í lokin er svo mynd af okkur Billa frá gamlárskvöldi. Það var nú ekki auðvelt að ná af okkur mynd sem sýningarhæf gat talist á veraldarvefnum Heilsufar okkar var með þeim hætti að um hryllingsmyndir er frekar að ræða 0

BT var í smá stuði þegar ég setti upp Raisu húfuna mína og skellti því á sig hermannahúfunni. Annars var maður bara nettur á gamlárskvöld akandi um allan bæ með dæturnar í partý. Betra að hafa allt á hreinu og ekki minnkaði ábyrgðin við að hafa tvær vinkonur Bryndísar í gistingu á nýársnótt. Það gekk vel og vert að þakka hve maður er heppin með börnin sín.

Þetta voru svona mína pælingar við þessi Landvegamót, en víst er að ferðir okkar hjóna hingað og þangað í lofti, láði og legi verða nokkrar. En hvert og hvenær er óvíst....

Over and out...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Mikið svakalega er aktívt og efnilegt fólk í þinni fjölskyldu. Maður verður bara þreyttur.  Ertu að djóka með maraþonið?

Jóna Á. Gísladóttir, 4.1.2008 kl. 19:25

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs


Jóna, mér er full alvara. Ég er snarbiluð þegar kemur að spinningmaraþoni og ferlega sátt við flökkueðlið í krökkunum Gaman að sjá þig hér aftur snillan þín.

Heiða Björk vertu bara ánægð með að rölta í kringum raðhúsið. Til í að koma með þér á Esjuna.  Þegar ég bjó í sveitinni þá hljóp ég í kringum heimilið mitt og stundum dró ég manninn minn með mér en það var helst ef hann var alveg að drepast og þurfti lífsnauðsynlega að bjarga einhverju... sem var þá helst um miðja nótt...

Einu sinni dró ég hann á eftir mér (var að hjálpa honum), rafmagnið hafði farið af stöðinni okkar, við vorum í náttsloppum, hann með riffil til að nota tækifærið og fæla hræfugl. Að auki var hann með magakveisu, slitinn vöðva í kálfa og sinadrátt í lærvöðva og konu sem þóttist vera að hjálpa honum og styðja út í dæluskúrana til að tékka á öllu en reyndin var að ég hló svo mikið af ástandinu á honum að ég var ekki til nokkurs gagns og síðan hefur hann sagt að ég hafi misst af miklu gríni þegar hann datt niður 5 metra á steingólf. OMG Ég á ekki til almennilega hegðun

Guðrún Þorleifs, 4.1.2008 kl. 20:14

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert nú meiri stuðkellingin. Gaman að heyra í þér áðan, ég get staðfest að þú ert kvefuð  mér finnst að Heiða eigi að koma með mér upp á Kögunarhól áður en hún reynir við Esjuna, ætla að ræða málið við hana.  Æðislegar myndir og falleg börnin ykkar, mér líkar vel þetta flökkueðli í þeim.  Kannski kem ég til Danmerkur í sumar.  Knús á Billa og þig. 

Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2008 kl. 21:55

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

OK þú á Heiða á Kögunarhól, taka myndir þar fyrir mig og svo er ég til í Esjuna, var að plana túr í Alpana áðan. Vil frekar halda upp á afmælið þannig(Billi vill partý, það veður í sumarhúsinu á Rangárbökkum, taka frá daginn og kvöldið ).  Fór á Heklu þegar ég var fertug með Billa, Gunnari á Horninu og frú og nú eru Alparnir frá Þýskalandi til Austurríkis næsta fórnarlamb Varðandi börnin mín þá eru þau ótrúlega falleg miðað við... ...og í sumar kemur þú til DK en ekki þegar ég er á ISL eða DE. Svo mikið ætla ég að skipta mér  af...

Knús á ykkur krúttmolarnir mínir

Guðrún Þorleifs, 4.1.2008 kl. 22:52

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gaman að sjá myndir af ykkur fjölskyldunni. falleg eru börnin þín. það er einmitt svo ríkt í dönskum hálffullorðnum að ferðast um vóðan heim !

takk fyrir árið kæra kona, gleðst yfir samveru næsta ár.

AlheimsLjós til þín

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.1.2008 kl. 16:31

6 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Gleðilegt ár og við bloggumst svo á nýju ári .

Gunnar Páll Gunnarsson, 6.1.2008 kl. 02:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband