Er þetta sanngjarnt?

Hér situr íslensk snót alsæl, eða ætlaði að vera það. Loksins búin að koma saman nýju skrifborði sem tekur tvær tölvur með risaskjáum og gera fínt hjá í kringum sig. Sest glöð við tæknina sína. Tölvurnar tvær farnar að virka. Elskulegur HIVE síminn virkar aftur eftir að hennar heittelskaði reif yndið úr sambandi í hjálpsemi sinni við að koma lagi á líf snótar. Þessi hjálpsemi kostaði snót, ferð undir borðundrið og af einskærri snilli tókst snótinni að raða símaleiðslum upp á nýtt. Nú virkar allt.  Aftur hægt að hringja frá Als til landsins kæra í norðri frítt. Vona að auglýsingin sé sönn. Wink
Nú þegar snótin er búin að tengja alla tæknina þá er langþráður draumur komin í uppfyllingu. Hátalarar eru nú tengdir við tölvuna. Það þýðir að aftur er hægt að spila íslenskt útvarp í beinni! En böggul fylgir skammrifi.
Nú situr snótin hér og þráir heita KJÖTSÚPU!!! Pinch
Af hverju getur maður ekki fengið ALLT?
He he...
 
Var svo ánægð áðan þegar ég fór berfætt út í garð á stutterma hlaupabolnum til að kíkja á framkvæmdir.
 
Jamm og já, hvenær verður maður ánægður? 
 
Kröfur eru þetta LoL
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

já veðrið er svo dásamlegt, sit núna uppi í rúmi, við opinn gluggan alveg við hliðina á mér, og það er notalegt !!! og það er lok oktober !!!!

AlheimsLjós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband