Morgunnveltifyrirmér...

Góðan og blessaðan daginn hér LoL Smá blogg í tilefni af haustfríi í skólanum.

Mætti í ræktina í morgunn galvösk rétt yfir 0.6.00. Í dag voru 4 mættir og svo bættust nokkrir morgunhrafnar í viðbót. Ég held mig alveg á mottunni og stend enn við þá ákvörðun mína að fara varlega af stað. Ástæðan fyrir því að ég  er að taka þetta af yfirvegaðri skynsemi er sú að í lok okt. í fyrra var ég á Íslandi í 6 vikur og þá var ekki annað að gera en að stunda ræktina. Ég er vön að hlaupa hér í DK í skóginum og glápa í kringum mig og njóta þess sem ég sé. Það hefur reyndar haft þær afleiðingar að ég hef stundum villst í skóginum en alltaf komið heim. Nú, að hlaupa í ræktinni er dáldið annað. Ég var þarna einn laugardagsmorguninn að hlaupa á bretti þegar ég féll niður í að glápa á  sjónvarpið. Að gleyma sér á hlaupabretti er ekki sniðugt... Whistling
Aftur að ræktinni í morgunn. 
Þetta er snilld að geta mætt svona snemma í ræktina. Alveg nýtt fyrir mér hér.

En hversvegna er maður að leggja þetta á sig?
Fyrir útlitið?
Losna við aukakílóin?
Bæta þrekið?
Auka lífslíkur?
Auka lífsgæði?
Auka lífsgleði?
Þjálfa til íþróttaárangurs?

Sennilega allt þetta og fullt af  öðru  Joyful

Eitt sem mér fannst alveg frábært í morgunn var atriði í búningsklefanum. Þegar ég var búin að æfa og kom inn í búningsklefann voru þar tvær stelpukonur og það var svo gaman að verða vitni að því hvað þær nutu þess að spjalla saman og gera sig klárar fyrir daginn. Einlægar spáðu þær í málefnin um leið og þær settu upp andlit dagsins vopnaðar stórum snyrtitöskum. Snyrtinguna unnu þær af sömu natni og þær spjölluðu. Ferlega kósý eitthvað. Einfarinn ég reddaði mér án spegils því þær voru við þessa 2 spegla sem eru í búningsklefanum. Þetta er ekki eins og í Árbæjarlaug Tounge
En snilldin hjá mér var svo sú að ég á þessa fínu snyrtitösku sem er sérhönnuð fyrir konu á fleygiferð! Þetta er græn taska sem er rúlluð saman og í mögum hólfum þannig að þegar ég rúlla henni út er komin hálfur veggur af viðlegubúnaði konu. Þessa Mary Popins snyrtitösku hengdi ég upp á snaga og þá var ég komin með smá spegil í augnhæð og sá ég svona svipað brot af sætu mér og sést á myndinni við færsluna á undan. Sem sagt meira en nóg. Á þennan hátt setti ég upp andlit dagsins sem miðast við að kona er heima þar til kemur að vinnu síðdegis og þar eru nú fáir þessa dagana og ekki ástæða til spartla mikið fésið.
Á morgunn ætla ég í ræktana þegar ég er búin að vinna. Ég ætla með vinkonu minni Spinningþjálfanum. Þá vona ég að speglarnir verði lausir fyrir okkur. Við þurfum nefnilega að tala svo mikið og gera okkur svo sætar á morgunn því þá erum við komnar í frí Kissing

Nú er hafin kafli sem á að vara lengi!!!!!!!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk fyrir innlitið Guðmundur. Sé að ég verð að skella mér í svona hopp og skopp he he he... mun örugglega takast að líta út eins og vanviti ef ég á að samhæfa hreyfingar handa og fóta í takt við tónlist og setja það inn í hægri, vinstri, fram og aftur, 1,2,3 eða 1,2,3,4
 

Guðrún Þorleifs, 17.10.2007 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband