Líf ?

Ég er þrettán ára. Líf mitt er ömurlegt. Það er ekki mér að kenna. Mér er fokking sama um allt nema mömmu.  

Mamma er eina manneskjan í þessum heimi sem er einhvers virði. Samt hef ég ekki búið hjá henni síðan ég var ellefu ára. Henni finnst ég reyna að stjórna henni og þegar hún er veik af þunglyndi getur hún ekki haft mig, ég hef verið hér og þar. Ég er viss um að ef ég fengi að búa hjá mömmu yrði líf mitt gott. Ég mundi hætta að gera á mig, ég mundi léttast og geta farið að ganga í skóla aftur, ég mundi hætta að drekka og reykja. Ég mundi ekki að stela. Ég mundi verða hin fullkomni sonur. Alltaf, næstum alltaf. 

Þetta er allt helvítinu honum pabba að kenna! Hann barði mömmu. Hann barði mig. Hann gerði líf okkar ömurlegt. Mín heitasta ósk er að slá hann í klessu. Þegar ég hef slegið hann, mun mér líða betur. Þá verður líf mitt gott.

Þetta er fokking líf og það er ekki mér að kenna.

Ekkert er mér að kenna.

Er þetta líf? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vigdís Stefánsdóttir

? hvaðan kemur þetta?

Vigdís Stefánsdóttir, 18.9.2007 kl. 13:47

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ó mæ god.  Þetta er hræðilegt.  Vildi að engum þyrfti að líða svona.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.9.2007 kl. 16:10

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

æi, mikil sorg, mikil reiði, mikið vonleysi !

Að hata er eins og að taka upp heit kol í þeim tilgangi að henda þeim í annan. Þú ert sá eini sem brennist.

sagði buddha !

þessi drengur er mikið brendur !

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.9.2007 kl. 07:20

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þetta er líf.

Allt of mörg börn upplifa atvik sem þau ættu aldrei að lenda í.

Hvort það er ofbeldi eða ummönnunarsvik skiptir ekki meginmálinu, heldur sú staðreynd að mörg börn eru illa svikin af foreldrum sínum um örugga og ljúfa barnæsku. Barnæsku sem gefur þeim gott veganesti út í lífið. 

Lífið er flókið. 

Guðrún Þorleifs, 20.9.2007 kl. 17:09

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Því miður er það sorgleg staðreynd að fullt af börnum býr við ömurlega æsku, ég fæ alltaf hnút í magann ef ég hugsa um það.

Huld S. Ringsted, 20.9.2007 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband