Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Misskilin . . .

Rósin

Samræður dagsins:

Rósin kom miður sín heim til mín eftir skóla. Allt hafði gengið vel í skólanum í dag nema frímínúturnar.  Önnur bekkjarsystirin hafði ráðist á hana þegar Rósin af vanmætti reyndi að útskýra fyrir henni að hún væri vingjarnleg mannvera sem reyndi að vera góð, ærleg og hjálpsöm við aðra. Þessi ræða féll ekki hinni að skapi og hún sló Rósina sem ekki vildi slá á móti ( "ég reyni að vera góð manneskja") og hljóp í burtu.

Erfitt að skilja að aðrir hafa engan áhuga á að heyra hvernig hún vill vera. Rósin hefur nefnilega tekið það í sig núna að sannfæra alla í kringum sig um það hve góð, ærleg og hjálpsöm hún er. Til að sannfæra, þarf hún að segja þeim sem heyra vilja og öðrum líka. Þar liggur vandinn hennar í dag.

Guðrún, hvað á ég að gera?

Góð ráð geta verið dýr og vand með farið hvað sagt er við greindarskert barn með einhverfu einkenni. Allt tekið bókstaflega. 

Hugsi, hugsi, hugsi.

Svo spurði ég: Hvernig reynir þú að sannfæra nýju bekkjafélaga þína um hve góð þú ert?

Rósin: ég reyni að segja þeim eins vel og ég get, að ég vilji vera góð, ærleg og hjálpsöm, en þegar svona skeður eins og í dag þá finnst mér ég svo heimsk uppi í höfðinu mínu og allt er í flækju þar og ég veit ekki hvað ég á að hugsa eða segja til að þau skilji mig, ég er góð persóna en ég skil ekki hvað gerist í höfðinu mínu.

Það er engin vafi að Rósin er hrein sál. Allt illt er henni fjarri. Það er henni mikilvægt að aðrir hafi þá mynd af henni sem hún hefur sjálf.

Nú reyndi ég að útskýra fyrir Rósinni að það gæti verið að það væri skynsamlegra að leyfa nýju bekkjarfélögunum að mynda sér sína eigin skoðun á henni. Að þau hefðu leyfi til að hafa sitt eigið álit á henni og það mikilvægasta væri að hún væri hún sjálf og væri sátt við það. 

Rósin vildi vita hvernig hún gerði það. Ekki vera segja þeim hvernig þú ert. Geymdu það inni í þér fyrir þig sjálfa og mundu að þeirra álit skiptir ekki máli. Já, en ef þeim líkar ekki við mig, spurði Rósin. Það gerir ekkert til, það er til fullt af börnum og fólki sem líkar við þig. Það þarf ekki öllum að líka við þig. Veistu, sagði ég, það er til fólk sem finnst ég álveg ómöguleg. Nei, nú hefði ég greinilega gengið fram af henni! Svona bull var hún ekki að kaupa! Ég var orðin hálf lens í þessu táraflóði Rósarinnar og lagði nú til að hún hætti að tala um þetta og prófaði að láta vera að segja fólki hvernig hún væri. Hugsaðu nú málið smá.

Eftir smá vatnsflaum og teiknimyndaáhorf kom Rósin og spurði: Guðrún, ertu að meina að ég bregðist of harkalega við (overreagerer) ?

Já, sennilega krúttið mitt.

Nú situr Rósin og horfir á teiknimyndir í sjónvarpinu mínu, en HÚN er svo heppin að ég á víst sjónvarpstegund sem er með ein bestu gæði í teiknimyndaupplausn, eitthvað sem hún hefur lesið í einhverju tækniblaði.

Amen 

 hlaup


Hvet ykkur...

Hvet ykkur til að lesa þetta blogg: Þórdís 

Ef það hreyfir við ykkur þá er þetta blogg einnig áhugavert.

Skólakveðjur

Tounge


« Fyrri síða

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband