Og...

Þá er ég komin heim  Smile Það er alltaf góður punktur á hverri ferð.

Plani voru trú sigldum við til Marina Minde á föstudaginn. Vorum lögð af stað rétt upp úr fjögur. Verðrið var frábært, hlýtt, bjart og góður vindur út sundið. Við rifum upp seglin um leið og við vorum komin út úr hafnarmynninu. Alltaf jafn frábært þegar slökkt er á vélinni Joyful Vindurinn bar okkur á 4 sjómílum í átt að Flensborgarfirði. Þegar þangað var komið hefðum við þurft að krussa allan fjöðrin. Þar sem við vorum meira í stuði fyrir langt og gott kvöld á Gríska veitingastaðnum í Marina Minde, settum við mótorinn í gang og nú tók ég við og sigldi eins og herforingi niður Flensborgarfjörð. Voða klár að muna hvar voru baujur og svona Halo Allavega gat minn maður bara slakað á það er nú ekki verra að geta það Joyful

IMG_2603

Höfnin í Marina Minde er lítil en afar vinsæl. Reyndar eru það mest þjóðverjar sem þarna koma (og við Tounge).  Okkur gekk venju fremur vel að taka land. Þetta eru löng bátastæði, enda allflestar skúturnar af fullorðinsstærð Tounge annað en krúttið okkar Heart 

Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir skelltum við okkur á Grískastaðinn og belgdum okkur út af góðgæti LoL

Laugardagurinn hófst með morgunverðarveislu a´la Metta og Guðrún. En vinkona mín býr þarna rétt hjá og hún og hennar lið hefur ekki mikið á móti því að snæða með okkur í höfninni í Marina Minde Joyful Þegar þau voru farin kom í ljós að líkamlegir burðir eiginmannsins voru frekar bágbornir til siglingaafreka og því varð sigling niður fjöðrin að bíða betri tíma. Dagurinn fór í góða slökun og svo dúlluðumst við í eldamennsku undir kvöld. Umm.. hvað þetta tókst vel hjá okkur Whistling

Sunnudagurinn byrjaði svo á léttu skokki/göngu. Eftir sturtu og morgunnmat var nú skipstjórinn orðin:  hviss, hviss og bæng = slæmur í mjöðm Sideways Ekki dugði góður göngutúr né annað og þar sem vindur var 15 metrar var ákveðið um kaffileiti að húkka far heim og sigla okkar sjó á morgunn Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ vinkona, þetta hefur verið æði.  ÉG er búin að hafa það bara þokkalegt um helgina, það var gaman að hitta öll barnabörnin í gær og svo auðvitað mömmu krútt og pabba.  Eigðu góða vinnuviku, hittumst kannski á skypinu í vikunni.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.8.2007 kl. 18:52

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

 Ásdís mín, sá á síðunni ínni að þú hefur verið á ferðinni um helgina Við hittumst á SKYPE ekki spurning. Þá ætla ég að vera með kaffi

Guðrún Þorleifs, 26.8.2007 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

 

Guðrún Þorleifs

 Önnum kafið flón . . .

sem elskar lífð og tilveruna 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband